varðandi Húsavíkur ferðina...Það er komið á hreinu að bílaleigubíll kostar 54.000 sem mér finnst ásættanlegt.Reyndar er eftir að kaupa eldsneyti á hann en við þurfum ekki að borga bílstjóra.Við fengum lika annan farastjóra sem er reynslubolti í þessu starfi og var lika ráðinn sem bílstjóri.Þetta hefur hann lika gert oftar en einu sinni.Takk Róbert,annars hefði ég þurft að setjast undir stýri.
Miðað við þetta verð verður kostnaður á stelpu 15000 kr auk eldsneyti,nammi fyrir kvöldvöku og huganlega mat í Staðarskála báðar leiðir.Mér finnst í lagi að allar greiði 20.000 í sjóð og ef eitthvað afgangur verður gerum við eitthvað skemmtilegt í bænum.Ég efast um að það verður ekki nóg,en ef það skíldi vanta eitthvað reddum við því...
Svo væri ekki vera ef einhver getur reddað ávöxtum,áleggi brauði eða einhverju svona til að hafa milli máltiða,því það er aldrei of mikið mat í svona feðum.Annars getum við gert það "old fashion way" og allar mæta með eitthvað...
Endilega svarið mér og komið með tillögur og ábendingar...
Stefnum svo á foreldrafund seinna í þessari viku eða á mánudaginn í næstu.
Meðfylgjandi er mail sem ég fékk frá húsvikingum:
Lokatúrnering 6.fl stúlkna eldra ár fer fram á Húsavík dagana 27.- 29. apríl næstkomandi. Ef þarf þá verða einnig spilaðir leikir á Laugum í Reykjadal.
Gert er ráð fyrir að mótið hefjist kl. 17:00 27. apríl og ljúki um miðjan dag á sunnudeginum 29. apríl.
Frítt verður í sund fyrir keppendur, fararstjóra og þjálfara alla dagana á opnunartíma sundlaugar.
Diskótek í Borgarhólsskóla á laugardagskvöldinu.
Mótsgjald á einstakling er Kr. 10.000 innifalið í því er fæði og gisting. Kvöldmatur föstudag og laugardag. Morgunmatur og hádegismatur á laugardag og sunnudag. Þjálfarar fá frítt og einnig er frítt fyrir einn fararstjóra með hverju liði, (þ.e.a.s. 1 fararstj. m/a-liði, 1 m/b-liði og svo frv.) Gestir þurfa að hafa með sér dýnur og svefnpoka eða sængur.
No comments:
Post a Comment