Jæja,þá er komið að siðasta móti hjá yngra ári og það er haldið hjá HK í Digranesi.Keppum bæði laugard.og sunnud.Þið vitið allt um liðin en til öryggis fyrir foreldra litur þetta svona út:
Lið 1 eru:
Anna
Adda
Ásthildur
Helga
Tina
Vallý
Thelma
Sara J.
Tveir leikir á laug.
16:00 Víkingur1-ÍR1
17:00 ÍR-Selfoss1
Mæting í Digranesi 15:30
Þrír leikir á sunn.
09:30 Fylkir1-ÍR1
12:00 ÍR1-Fram1
13:00 Grótta1-ÍR1
Mæting í Digranesi 09:00
Eins og þið vitið erum við í fyrstu deild,sem þýðir að allir leikir verða erfiðir og að við verðum að gera okkar besta til að halda okkur í fyrstu deild.Það er mjög mikilvægt fyrir næsta ár.Samt er óþarfi að hafa einhverjar áhyggjur,við spilum okkar leik og verðum til fyrirmyndar bæði í leik og utan vallar,eins og venjulega.Ég splæsi ís ef við náum markmiði okkar.
Lið2 eru:
Lísa
Birta
Elínborg
Helena
Jóna
Karítas
Margrét Lind
Sara Dís
Tveir leikir á laug:
12:00 Fram2-ÍR2
14:00 ÍR2-KA/Þór
Mæting í Digranesi 11:30
Tveir leikir á sunn:
10:00 Grótta2-ÍR2
11:00 ÍR2-HK2
Mæting í Digranesi 09:30
Þið vitið að við erum í þriðju deild núna og við ætlum ekki að vera lengi þar.Það er mjög mikilvægt að mæta ákveðnar og gera okkar besta til að vinna alla leiki og koma okkur upp um deild,þar sem við eigum að vera.Leikirnir verða ekki jafn auðveldir og þið haldið kannski og við verðum að spila eins vel og við getum til að ná þessu.Verðlaun í boði fyrir medalíu auðvitað.
Það var ekki besta mæting þessa og siðustu viku,og það er ekki æfing á morgun,þannig að ég veit ekki hvort þið allar mætið.Ég vona það,en ef einhver ykkar kemst ekki,væri gott að láta mig vita sem fyrst.Þá kemur til greina að breyta liðum eitthvað,en við sjáum til.
Takið með ykkur hollt og gott nesti,keppnisdót og helling af góða skapinu.Gos og nammi ekki til að ræða það.Svo hef ég skemmtilegt verkefni fyrir ykkur eftir helgina...
Sé ykkur á laug.
Kv.Jammi
No comments:
Post a Comment