Thursday, October 11, 2012

Ak-city final call (6.kv. Yngri)

Hæ hæ. Svona verður þetta í grófum dráttum:

Við leggjum af stað á föstudaginn kl.12. Hittumst í ÍR heimili 11:30. Ég verð kominn með rútuna, við mokum í hana kyssum alla bless og setjum eitthvað tónlist í botn. Bieber eða eitthvað...

Þið þurfið að koma með 22.000-kr í peningum og fararstjórar eða ég geyma það. 10.000-kr er gjaldið sem við borgum KA/Þór fyrir gistingu og mat, restin er fyrir bílaleigu, oliu og vasapening fyrir ykkur (500 kall á laugardagskvöldið, nammi fyrir kvöldvöku) og mat í Staðarskála á leiðinni heim.

Það sem er mjög mikilvægt er að gleyma engu, frekar erfitt að sækja það. En foreldrar hjálpa ykkur að pakka, er það ekki?
Það sem þið megið ekki gleyma er:
  • Íþrótta föt (ÍR-treyja, galli, sokkar, skór) 
  • Hlý föt (jakki, húfa, vettlingar)
  • Vindsæng
  • Sæng og koddi eða svefnpoki
  • Handklæði
  • Sundföt
  • Fín föt (fyrir kvöldvökuna á laug.)
  • Nesti á leiðini norður

Við fáum kvölmat á föstudegi, morgunmat, hádegismat og kvöldmat á laugard og morgunmat og hádegismat á sunnud. En eins og kunnugt er, þá er gott að fá eitthvað milli mála. Best væri ef hver ykkar kemur með 3 ávexti sem við setjum saman og skerum niður fyrir ykkur eftir þörfum. Og ef einhver getur útvegað eitthvað meira (til dæmis brauð, ost og álegg) kem ég með samlokugrill svo við getum fengið okkur heitar samloku milli mála.

Þið megið alveg koma með síma, ipod eða myndavél, eins og þið viljið. En það er ein regla í sambandi við það. Ég verð með bakpoka og þið geymið alla sima, ipoda og myndavélar hjá mér þegar við erum að yfirgefa stofuna. Svo getið þið fengið það sem þið viljið úr bakpokanum mínum hvenær sem er. En þið verðið að passa það sjálfar að setja það aftur í bakpokan. Ég get ekki munað hver á hvað og hvenær hvað var tekið, svo ef þið treystið ykkur fyrir þessu þá er það í lagi mín vegna að koma með svona græjur.

Leikirnir eru á laugardegi og sunnudegi en við fáum góðan tíma til að fara í sund, fá okkur gönguferð og kannski ís í bænum, en það fer lika eftir veðri og leikjaplani. En ég lofa að við förum í sund.

Síðasti leikur á sunnudaginn er kl.13:30.og þá verðum við vonandi búín að pakka saman að mestu leyti, fáum okkur að borða og keyrum heim. Stoppum í Staðarskála, fáum okkur hamborgara með öllu og verðum komin heim um kvöldmatarleytið.

Ef það eru einhverjar spurningar látið foreldra ykkar hringja í mig og ef ég er að gleyma einhverju...þá er foreldraráð sem fylgist með mér og lagar það, ég er viss um það...

Jammi

No comments:

Post a Comment