Sunday, October 7, 2012

Mót hjá eldra ári

Hæ,
sorry hvað ég er lengi að setja post á siðuna.
Ég held að við getum öll verið mjög ánægð með helgina.Lið2 komin upp um deild,og lið1 í öðru sæti í sinni deild.Reyndar eins og planað var,en samt mjög gott að ná settu marki,og að sjálfsögðu settum við það enn hæra næst.Allt var til fyrirmynda,við skemmtum okkur vel og það sem var sérstaklega gott er hvað við lúkkuðum vel sem lið.Alveg sama hver var ínná,það var vel spilað og ekkert gefið eftir.Auðvitað gera allir mistök í leikjum,en eins og ég segi ykkur alltaf,það er ekki hægt að skora nema skjóta á markið.Þetta er allt partur af leiknum,og við lærum mest á svona mótum.
Og já,Monika setur myndir ínná á eftir,eða á morgun,en foreldrar sem eru með fullt af myndum eru lika velkomin að gera það sama,eða koma myndum til okkar eða vefstjóra.
Auðvitað er æfing á morgun,þurfum að ræða um verðlaun sem ég skulda ykkur.Er ekki bara finnt að ég kem með ís?
Takk fyrir frábæra helgi og þið megið vaka lengi í kvöld...djók,það er skóli á morgun...
Sjáumst á morgun
Jammi

No comments:

Post a Comment