Hæhæ
næstu helgi verður haldið Reykjavíkur mótið hjá öllum yngri flokkum. Við keppum vestur í bæ hjá KR bæði eldra og yngra ár. Leikjaplanið og tímarnir eru ekki komin ennþá en ég veit að við verðum með tvö lið á eldra og 2 lið á yngra ári.
Þar sem veturinn er rétt að byrja hjá okkur er ekki ákveðið hver er í hvaða liði og við höfum næstu víku til að ákveða það. Þær sem sýna meiri áhuga og leggja sig betur fram verða í liði 1. Það er samt ekki slæmt að vera í liði2,sérstaklega stelpur sem eru að byrja að æfa handbolta. Það er betra fyrir ykkur að vera í liði2 þar sem hraði er ekki eins mikill og stelpurnar í hínum liðum eru á svipuðum stað hanboltalega séð.
Siðan verður þetta endurskoðað fyrir hvert mót. Að vera í lið1 núna þýðir ekki að þið verðið þar alltaf. Og sama á við um lið2. Við erum fyrst og fremst eitt lið sem heitir ÍR og við stöndum saman.
Og eins og alltaf er verðlaun fyrir medalíu.Ef eitt lið vinnur mótið fá allar verðlaun...
Sjáumst svo á æfingu á mánudaginn
kv.Jammi
No comments:
Post a Comment