Hæ öll
ég biðst afsökunar ef það er eitthvað sem er óskýrt varðandi ferðina. Hér ætla ég að reyna að útskýra allt sem ferðini kemur við.
Gjaldið er 20.000 á stelpu og í því er innifalið eftirfarandi:
-Mótagjaldið (10.000)og í því er gisting og matur(fost.kvöldmat,allur laugardagur og morgunmatur á sunnudegi)
-Leiga á bílaleigubíl og ólia
-Vasapeningur fyrir kvöldvökuna á laugardagskvöldi
-Matur í Staðarskála á heimleið.
-Varasjóður(fyrir mat á milli mála,ís eða eitthvað sem er ófyrirsjáanlegt)
Oftast er þetta meira en nóg af peningum og við gerum eitthvað sníðugt heima(keila,pizzukvöld eða hvað sem er)
Fararstjóri okkar verður María,mamma hennar Evu Maríu.Hún var fyrst til að skrá sig í þetta. Við megum vera með tvö fararstjóra þar sem við erum með tvö lið og ég veit að það er mikill áhugi hjá foreldrum að fara. Það fer lika eftir því hvort við tökum 17 manna bíl eða stæri,fer eftir því hvað eru margar stelpur sem eru að fara í ferðina. Hvort við verðum með einn eða tvö fararstjóra verðum við að ákveða eftir helgina þegar skráning er búinn.
Þetta er svo sannarlega lúxus vandamál fyrir mig,ekki er verra að hafa marga foreldra í stúkuni.Gisting og matur fyrir fararstjóra eru innifalin í verðinu og fararstjórar gista auðvitað með okkur í skólanum.
Auðvitað eru allir velkomnir en svona eru reglur.Allir foreldrar sem fara á eigin vegum norður mega auðvitað heimsækja okkur í skólan en geta ekki fengið gistingu þar.
Varðandi nesti á leiðini norður finnst mér best og auðveldast að þær eru sjálfar með nóg að borða og drekka sem gerir okkur fullorðna fólkinu lífið auðveldara. Á leiðini heim er allt miklu auðveldara,þær eru þreyttar og rólegar en það er ákveðin pressa og spenningur á leiðini norður of þá er finnt að þurfa ekki að hugsa um mat handa þeim.
Það sem þær þurfa að taka með sér er:
Handboltadót(búningar,treyjur og skór,ég verð með bolta)
Sunddót(það er frítt í sund fyrir stelpur,þjálfara og fararstjórar)
Hlý föt (úlpa,húfa,vettlingar)
Aukaföt
Vindsæng(helst engar svampdýnur sem taka of mikið plás í farangri)
Sæng eða svefnpoka og kodda
Snyrtidót(mikið af teyjum og spennum)
Spíl eða leiki til að drepa tímann
Símar,ipodar og svona dót er leyfilegt min vegna,en þær þurfa sjálfar að hugsa um það.
Ég er yfirleitt með bakpoka með mér þar sem allar geta geymt dótið sitt og sótt það þegar þær vilja.
Þetta er allt um ferðina í samt nokkuð grófum dráttum en vonandi farið að skýrast fyrir ykkur.
Annars,ef það eru einhverjar spurningar endilega sendið mér mail. Ég á erfitt með að svara símanum í víkuni þar sem ég er í skólastofuni alla daga allan daginn en verð til taks frá og með seinni part á sunnudegi. 867 5846 og endilega hringið ef eitthvað er...
Monika og Solla fara ekki með okkur norður þar sem þær eru að keppa sjálfar í Eyjum en þetta reddast.
Ég veit ekki betur en að Krístín súpermamma ætla með okkur...
Vonandi er þetta að hjálpa ykkur...
Það hefur verið erfitt að skrífa kómentin á síðuna,ég veit ekki af hverju en það er lika í lagi að senda mér mail og ég tek það allt saman.Það er ekki mjög liklegt að við gleymum stelpu. Hefur ekki gerst hingað til að minnsta kosti...
Takk fyrir þolinmæðina þið sem hafið nennt að lesa alla leiðina hingað.
Kv. Jammi
No comments:
Post a Comment