Skráðu netfangið þitt hér hægra megin á síðunni! Þannig færðu tilkynningar hér á bloggsíðunni sendar í netpósti.
Saturday, April 30, 2011
ÍSLANDSMEISTARAR 2010/2011
6. flokkur kvenna A-Lið Íslandsmeistarar 2010/2011
Pepsimótið í Eyjum var haldið um helgina 29.apríl – 1.maí. þetta var 5 mótið sem taldi til stiga til Íslandsmeistara.
Fyrstu leikir á föstudegi voru á móti Aftureldingu og KR, þar spiluðu stelpurnar ekki nógu vel ,enn tveir sigrar voru þó staðreynd. Næstu tveir leikir á móti mjög sterkum andstæðingum Gróttu og HK voru mjög góðir og bæði lið voru lögð að velli, markatalan 8-4 á móti Gróttu og á móti HK 7-6. Þar sem HK hafði líka tapað á móti Gróttu þá var það orðið ljóst að ÍR væri með pálmann í höndunum og búnar að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. Á laugardag var einn leikur á móti Stjörnunni, okkar stúlkum gekk illa að einbeita sér í leiknum og var hugurinn hjá stóra bikarnum, í hálfleik var staðan 1-6 fyrir Stjörnunni, 10 mín illa spilaðar mínútur staðreynd. Allt annað hugafar hjá stelpunum í seinni hálfleik kom okkur inní leikinn og Stjarnan skoraði ekki mark og leikurinn endaði 5-6. Þá var það ljóst að við urðum að bíða eftir leik Stjörnunar og Grótta sem yrði á Sunnudagsmorgun, þá værum við á heimleið. Góðar fréttir frá mótstjórn í Vestmannaeyjum glöddu okkur á Sandskeiðinu, stelpurnar enduðu í fyrsta sæti á þessu móti.
B-liðið keppti líka í Eyjum og stóð sig með miklum prýði, tap í fyrsta leik á móti Haukum og jafntefli í þeim næsta á móti Val, i þriðja leik endaði leikurinn 3-3 á móti HK en ÍR dæmdur sigur í þeim leik vegna ólöglegs leikmanns HK. Í fjórða og síðasta leik mættu okkar stelpur mjög vel stemmdar og þær hreinlega völtuðu yfir KA, 13-5 sigur staðreynd. Stelpurnar eiga hrós skilið fyrir hvað þær hvöttu A-liðið vel á mótinu.
Kveðja Róbert.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Vá frábært!! Til hamingju með það stelpur :)
ReplyDelete