Sunday, May 1, 2011

Til hamingju með titilinn stelpur

Hæ öll,
til hamingju með titilinn stelpur.Þið eigið það svo skilið.Í mínum huga voruð þið meistarar fyrir þetta mót,samt var gott að klára það með sóma og koma með dolluna heim.Kostaði svita,tár og blóð,bókstaflega,en þetta er allt gleymt þegar maður setur medalíu um hálsinn er ekki?
Frábær framistaða hjá báðum liðum,bæði innan og utan vallar,allt til fyrirmyndar og ég get sagt að ég er mjög stoltur að hafa fengið að taka þátt í þessu með ykkur.
Svo langar mig að þakka fararstjórum fyrir frábært starf.Stuðning og hvatning sem við fengum frá ykkur var til þess að við áttum ekki séns að kluðra einu eða neinu.Svona eiga fararstjórar að vera,og ekki er verra að hafa svona marga sem eru tilbúin að gera hvað sem er fyrir okkur.
Sérstakar þakkir fær auðvitað megakokkur fyrir allar kræsingar sem var ómögulegt að klára,hann kom alltaf með meira...kókosbollur...
Og Monika,takk fyrir að vera besti aðstoðaþjálfari sem ég gæti hugsað mér,og að vera stóra systir fyrir utan vallar.Koss og knús.
Og á endanum,bæn sem virkaði:
Faðir vor,blesaðu ÍR stelpur,amen...
Elska ykkur alla
Jammi

No comments:

Post a Comment