Tuesday, February 7, 2012

Vantar tíma og stigaverði í Austurberg næstu helgi

Foreldrar stelpnanna í 6. flokk á yngra ári (2001)!

Það vantar tíma og stigaverði á 6. flokksmótið sem ÍR heldur í Austurbergi næstu helgi, 12.-14. febrúar.
Það er áríðandi að fá ykkar aðstoð. Skrifið fornafn og GSM nr. í reitina á skjalinu hér og þá gjarnan á nokkra leiki í röð. Það þarf helst 1 tímavörð og 1 stigavörð í hvern leik. Þeir sem eru tilbúnir að aðstoða BOGUR við hússtjórnina t.d. við að fylla út stigatöflur, skrá sig gjarnan í nokkra tíma í einu. Hér fyrir neðan getið þið skoðað leikjaplan og séð hvenær ykkar börn eru að keppa. Stelpurnar eiga að vita hvort þær eru í ÍR1 eða ÍR2, liðsskipan verður sett hér inn fljótlega.
>Leikjaplan<
>Skráning tíma -og stigavarða<  <--Skráðu þig!
>Dómara-Skráning<

ÍR kveðja, barna- og unglingaráð (BOGUR)
HG

No comments:

Post a Comment