Hæ,
nú ætla ég að skrifa um það sem var ákveðið á foreldrafundi í gær.
Við hittumst kl.7:30 á föstudaginn í ÍR heimilinu,leggjum af stað kl.8.Gott er að hafa með sér eitthvað til að drepa timann,eins og ipod,tölvuleiki eða jafnvel bók.Við reiknum með 6-7 tíma keyrslu,þannig að þið þurfið lika að taka með ykkur þolinmæði og góða skapið.Fullt af því.Þið þurfið lika að vera með nesti til að borða á leiðini,en við fáum kvöldmat á hóteli á Húsavík.
Við vitum ekki hvernig veðrið verður um helgina og best er að taka með sér úlpu,húfu og vetlinga til öryggis.Annars ekki gleyma keppnisdótinu,boltum og sundfatnaði.Dýna eða vindsæng,koddi og sæng eða svefnpoki,handklæði og auka föt.Mömmur ykkar eru með það á hreinu held ég.
Þið þurfið lika að koma með 21.000 kr. til fararstjóra og inní því er vasapeningur sem þið fáið á laugardaginn eftir leiki til að rölta í sjoppu með.Og kannski ís á leiðini heim á sunnudaginn.Ekki þurfið þið að hafa meiri pening með ykkur.Það má lika koma með myndavélar og simar,en það er ein regla sem gildir.Þegar við erum að fara úr stofuni okkar,verðið þið sjálfar að muna að setja allar græjur í bakpoka sem ég verð með svo engu verði stolið eða týnt.Svo getið þið nálgast þessu milli leikja eða eins og þið viljið.
Við fáum stofu bara fyrir okkur,en ég veit ekki hvar við gistum.Það eru mörg lið,og gist er á þremum stöðum sem eru allir nálægt íþróttahúsi og hóteli.Matur verður á hóteli,ekki í skólanum eins og venjulega sem er ekkert mál.Þið megið ráða hver situr hvar í bilnum á leiðini,jafnvel ráða á hvaða tónlist við hlustum(sjáum til með það reyndar)og hver sefur við hliðina á hverjum...ég verð næst hurðini.
Ég mæli með að ferðast í ÍR göllunum,það er þægilegra,og lika auðveldara fyrir farastjóra að safna ykkur saman þegar við stoppum.Og ég veit að við högum okkur vel,það hefur aldrei verið vandamál.
Meira var það ekki,en ef ég er að gleyma einhverju endilega látið mig vita eða spyrjið bara...
Kv.Jammi
p.s.
hér fyrir neðan setti ég póst sem ég fékk frá þeim á Húsavík og þar getið þið lesið um dagskrána,matsedill og fl.
No comments:
Post a Comment