Tuesday, April 24, 2012

Um Húsavíkurmótið

DAGSKRÁ

Föstudagur 27. apríl
Gestir koma til Húsavíkur. Forsvarsmenn liða koma í íþróttahúsið til að staðfesta mætingu og fá upplýsingum um gististaði.
  • Mótssetning - fyrstu leikir.                           kl. 17:00…..
  • Kvöldmatur.                                                   kl. 18:00 -  20:00
  • Leiksýning í sal Borgarhólsskóla (frítt inn).     kl.  20:00 – 21:00
  • Sundlaug Húsavík opin.                                kl.  06:45 – 21:00
Laugardagur 28. apríl
  • Morgunverður                                               kl. 07:30 -  09:30
  • Leikir samkvæmt leikjaplani.                        Kl. 08:30………
  • Safnahúsið á Húsavík opið (frítt inn).              kl  13:00 – 16:00
  • Hvalasafnið opið (frítt inn).                             kl  13:00 – 16:00
  • Leiksýning. Sal Borgarhólsskóla (frítt inn).     kl  14:30 – 15:30
  • Leiksýning. Sal Borgarhólsskóla (frítt inn).     kl  16:00 – 17:00
  • Hádegismatur, (Fosshótel Húsavík)              kl. 11:30 – 13:30
  • Kvöldmatur, (Fosshótel Húsavík)                 kl. 17:30 - 19:30
  • Sundlaug Húsavík opin                                 kl. 10:00 – 15:00
  • Diskótek  í Borgarhólsskóla                          kl. 20:30 – 22:00
Sunnudagur 29.apríl
  • Morgunverður, (Fosshótel Húsavík)              kl. 07:30 -  09:30
  • Leikir samkvæmt leikjaplani.                        Kl. 08:30……..
  • Hádegismatur, (Fosshótel Húsavík)              kl. 11:00 – 13:00
  • Sundlaug Húsavík opin                                 kl. 10:00 – 15:00
  • Heimferð

Matseðill á Húsavíkurmótinu 2012
Allur matur er borinn fram í sal Fosshótels Húsavík

Morgunmatur
·         Laugardag og sunnudag:       Brauð, álegg, Húsvíkurjógúrt, morgunkorn og fl.
Hádegismatur.
·         Laugardagur:                         Pylsupasta
·         Sunnudagur:                          Lasagne
Kvöldmatur  
·         Föstudagur :                           Kjötbollur
·         Laugardagur:                         Ofnsteik.        

ÝMSAR UPPLÝSINGAR.

Gististaðir félaga.

·         Borgarhólsskóli:        
·         Verkalýðssalur:         
·         Tún:                           
·         Gæsla er í Skólunum alla mótsdaga. Sími 8662846
·         Umgengnisreglur eru hengdar upp í skólunum og eru það vinsamleg tilmæli að fararstjórar og þjálfarar sjái um að reglum sé framfylgt.
Sund
·         Eins og á fyrri Húsavíkurmótum býður Völsungur gestum í sund á Húsavík. Þátttakendur, þjálfarar og fararstjórar geta farið í sundlaugina sér að kostnaðarlausu meðan á móti stendur. Samkv auglýstum opnunartíma sundlaugar.
Ýmislegt.
·         Seldar samlokur, pasta, drykkir og sælgæti í aðstöðu Völsungs í Íþróttahöllinni.
·         Morgunmatur, Hádegismatur og kvöldmatur er framreiddur og snæddur á Fosshótel Húsavík.

Starfsmenn Húsavíkurmóts 2012

Mótsstjóri:               Sveinn Aðalsteinsson   Volsugur@ Volsungur.is  895-3302          
Mótsstjórn:                Sveinn Aðalsteinsson 895-3302                                                                                                     Kristinn Lúðvíksson
                                   Ingvar Erlingsson
Niðurröðun leikja:    Sveinn Aðalsteinsson
Tölvumál:                  Sveinn Aðalsteinsson                                              
Dómaramál:              Kristinn Lúðvíksson og Ingvar Erlingsson
Matur/matreiðsla:     Hrólfur Jón Flosason 
Matur/hráefni:          Norðlenska, MS, Samkaup og Garðræktarfélag Reykhverfinga
Gisting:                      Örvar Þór Sveinsson s. 866 5008
                     Simanúmer mótsstjórnar: 895-3302,  4642052
Leikreglur á Húsavíkurmóti 2012

  1. Hver leikur er 2 x 10 mín.
  2. Ekki gefst mikill tími á milli leikja svo að halda þarf vel utan um að liðin séu klár þegar leikurinn á undan er að klárast.
  3. Ekki skal stoppa tímann nema um meiðsli sé að ræða á vellinum.
  4. Aðeins dómarar geta stöðvað leiktíma.
  5. Athugið að fylgjast vel með leikjaplani þar sem tímasetningar geta farið úr skorðum vegna meiðsla eða af öðrum ástæðum.
Ef tvö lið eru jöfn að stigum eftir að allir leikir hafa verið leiknir í riðli:
  • Innbyrðis viðureignir
  • Markahlutfall
  • Fleiri mörk skoruð
  • Hlutkesti
Ágætu mótsgestir

Verið velkomin til Húsavíkur

Umgengisreglur á gististöðum

  1. Hvert félag fær stofu/stofur til umráða sem skal sjá um að halda hreinum meðan á mótinu stendur. Verði einhverjar skemmdir ber félagið ábyrgðina.
  2. Borð, stólar og annar búnaður er í stofum, ekki færa hann til.
  3. Allt á að vera komið í ró kl.23:00.
  4. Öll hlaup á göngunum eru stranglega bönnuð og boltar bannaðir innandyra.
  5. Vakt er í skólanum allan sólahringinn, hafið samband við vaktmann ef eitthvað vantar.
  6. Alla skó skal geyma í anddyri gististaða.
  7. Gististaðir eru aðeins ætlaðir þátttakendum Húsavíkurmótsins.
  8. Reykingar eru stranglega bannaðar innan veggja skólans og á lóð skólans sem og annarsstaðar þar sem keppendur eru til húsa.
  9. Fararstjórar eru beðnir að fylgja umgengnisreglum eftir.

Leiksýning.
Ákveðið hefur verið að bjóða upp á leiksýningu á mótinu að þessu sinni. Verkið settu nemendur 10. Bekkjar upp fyrr í vetur. Skemmtileg 50 mínútna sýning sem styttir biðina milli leikja. Uppreisn Æru er eftir Húsvíkinginn Ármann Guðmundsson. Verkið gerist í beinni útsendingu á þættinum Á milli steins og sleggju en þar eru vandamálin leyst eða búin til ef ekkert vandamál finnst. Sparisjóður Suður-Þingeyinga hjálpar okkur að bjóða upp á þessa sýningu.

No comments:

Post a Comment