Wednesday, April 17, 2013

Húsavík

Hæhæ,
nú þegar mótið okkar í Austurbergi er búíð getum við einbeitt okkur að lokaverkefninu í vor sem er eins og allir vita í Húsavík.Staðan er þessi:
   Ferðin kostar 20.000 og í því er 10.000 til Völsung fyrir gistingu og mat,5.000 fyrir bílaleigubíl og eldsneyti,matur í Staðarskála báðar leiðir,nammi fyrir kvöldvökuna á laugardegi og varasjóður sem við notum ef eitthvað kemur uppá(ís á Akúreyri til dæmis).Ef afgangur verður af peningum gerum við eitthvað skemmtilegt í bænum seinna...
   Í sambandi við nesti á leiðini norður væri gott ef allar koma með eitthvað,bakelsi eða ávextir sem við deilum svo á alla.Það verður frekar erfitt þar sem ekki eru allar stelpur í sama bíl en við hljótum að geta bjargað þessu.Pabbi hennar Tinu reddadi okkur heilan helling af weetos morgunkorni í litlum skömtum sem við getum notað milli máltiða og gott væri að fá fleiri svona styrkir.Ég veit að það er leiðinlegt að fara og sníkja eina ferðina en hjá Þíni Verslun en kannski getur einhver bjargað okkur með auka ávexti,djús,eða brauð ost og álegg.Við erum með mat alveg frá föstudagskvöldi til hádegis á sunnudegi,okkur vantar millimáltiðir.Mín reynsla er að það klárast allt í svona ferðum.En bara hollustufæði auðvitað.Ekkert snakk,gos eða súkkulaði.
Það væri mjög gott ef þið sem getið bjargað einhverju sendið mér post um það,svo við verðum ekki með fjall af brauði og tvö banana...
   Mjög mikilvægt er að það verða engar hnetur og ekkert með hnetum í bilnum vegna ofnæmis og það má ekki gleymast.
  Eins og venjulega er gist í skólanum og við þurfum vindsængur(einfalda takk,nema þið reiknið með að sofa tvær saman)svefnpoka eða sæng og kodda.Sundföt,handklæði,handboltadót,hlý föt,húfu og vetlinga og eitthvað spari fyrir kvöldvökuna.Símar,myndavélar,ipodar og leikir eru leyfilegir en þið passið það sjálfar eða setjið í bakpoka hjá mér þegar við yfirgefum stofuna.
   Við reiknum að leggja af stað á föstudegi milli 9-10 og vera komin norður milli 3-4.Þurfum ekki að fara fyrr,það er venjulegur skóladagur og við fáum ekki stofuna ekki fyrr en kl.3-4.Yfirleitt er spiluð ein umferð á föstudegi,þrjár á laugardegi og ein á sunnudegi og við getum lagt af stað heim á sunnudegi eftir hádegismat um kl.2-3.
   Það eru nokkrar breytingar í sambandi við bílana sem fara norður.
   Birta Líf  fer norður á miðvikudegi og gerir allt klárt fyrir okkur ásamt mömmu sinni sem er lika fararstjóri.
   Vallý fer lika með mömmu sinni í bíl.
   Adda og Ásthildur fara saman í bíl.
   Ragnheiður fer í bíl og það er plás fyrir 2 í viðbót.
   Jóna fer í bíl og það er plás fyrir 2 í viðbót.
   Anna fer í bíl og það er plás fyrir 2 í viðbót.
   Birna er spurningamerki en við vonum að hún jafnar sig og fer með okkur.Ef hún fer í bíl er plás fyrir eina í viðbót.
   Þannig að það eru 13 eða 15 stelpur sem fara norður í bílunum.Þá eru 8 eða 10 sem fara með mér í stóra bílnum,einn fararstjóri og siðast en ekki sist Monika og Magga.Það gerir 14 manns með mér en ég mæli með að við höldum okkur við 17 manna bíl og tökum frekar farangur stelpnana sem eru í bílunum.
 Þá þarf að rada í bílana og við þurfum að vita sem fyrst hver er í hvaða bíl.
Fararstjórar eru Björk(mamma Birtu) Hrönn(mamma Ásthildar) og Tinna(mamma Thelmu).Tinna ferðast með okkur í stóra bílnum,Björk og Hrönn stjórna þessu með hugarorkuni einni og taka svo við fyrir norðan....
   Ef ég er að gleyma einhverju endilega spyrjið,allar ábendingar eru lika vel þegnar...
Það verður rosalega gaman hjá okkur og ég er farinn að hlakka mikið til...
Kv.Jammi

2 comments:

  1. HÆ, Hún Birna Lára kemst því miður ekki með norður, það er ekki alveg vitað hvenar hún losnar við gipsið.
    Gangi ykkur vel.
    kveðja Birna og fjölsk.

    ReplyDelete
  2. Hæ. Ragnheiður var að slasa sig á hæ. hendi og mun ekki spila með fyrir norðan. Langar samt að fara með og erum við að melta þetta. Læt vita á morgun ca.

    ReplyDelete