Thursday, May 23, 2013

Final Call

Halló
það er að styttast í það.Ég vildi fá skráningu bara til að vita um það bil hvað eru margar tilbúnar að koma með og það eru um 10 stelpur sem ég veit um sem mæta.Reikna með fleirum en það reyndar en þetta er núþegar fín tala.Ef það væru bara 2-3 væri spurning um að fresta þessu en fyrst það er góð mæting kýlum við á það.
   Mæting er ekki á minutuni en ég verð kominn fyrir kl.12 og tek á móti ykkur eftir það.Íþróttamiðstöð er við Hafnargötu 17 í Vogum og á ekki að vera mikið mál að finna það.Sundlaug og íþróttahús eru þar.
Ég veit ekki hvernig svefnaðstaða litur út en þið þurfið að koma með vindsængur og svefnpoka eða sængur og kodda.Sundföt,handboltadót og ekki gleyma hlý föt því það verður farið í gönguferð sama hvernig veður verður.
Eitt sem ég gleymdi um daginn.Við þurfum nú að borða eitthvað.Ég var að spa að taka grillið mitt með og við grillum um kvöldið.Pylsur eða hamborgara eða bæði.Þá myndi hver koma með eitthvað á grillið,meðlæti,sosur og allt sem fylgir.Gos lika.Það má í þetta skipti.Og nammi lika.Foreldrar,systkini og allir eru velkomin með,væri gaman að vera mörg að grilla saman,en svo getið þið lika farið eins og ykkur hentar.Það er engin sérstök dagskrá,við gerum það sem okkur langar að gera og fer lika eftir veðrinu.
Ég er ekki viss hvort Monika kemur með vegna vinnu en það væri ekki verra ef það væru fleiri fullorðnir í húsinu yfir nótina.Siðan reynum við að bjarga okkur með morgunmat á sunnudegi,hafragraut eða eitthvað morgunkorn,ég veit ekki eftir að við sofum vel út og byrjum svo að taka til eftir okkur um hádegi.
Það getur vel verið að ég er að gleyma einhverju en það er alltaf hægt að hringja í mig og minna mig á eða skrifa færslu á siðuna.
Fleira var það ekki...
Sjáumst hress á laugardaginn.
Kv.Jammi

2 comments:

  1. Hæ hæ
    Ég ætla að koma líka og vera allan tímann, sennilega mun Matthías Ingi koma með mér líka.
    kv. Halldóra

    ReplyDelete
  2. Guðlaug Embla mætir. Ég þarf að vinna. Sendi hana með mat og alles pabbi hennar ætlar að skutla henni og sækja. Góða skemmtun :)

    ReplyDelete