Sælar veriði skvísur!
Jæja þá er bara komið að mótinu norður hjá yngra árinu sem m.a. talað var um á fundinum.
Það sem þarf að gerast fyrir föstudag er að skrá allar stelpurnar hérna inná blogginu.
Við ætlum á 17 manna bíl sem Jammi keyrir og reiknum við með 14 stelpum, ef við förum fleiri þurfum við að fá stærri bíl þannig endilega skráið ykkur sem fyrst.
Það er mæting kl.10:00 niður í ÍR heimilið á föstudaginn 10.október þar sem þið afhendið 20.000kr til fararstjóra og þjálfara. Jammi þjálfari fer með og Kristín Aðalsteins og einn fararstjóri í viðbót.
Inni í þessum pening er innifalið :
-Mótagjöld 10.000kr.
-Bílaleigubíll og bensín.
-Nammipeningur 500kr.
-Borgari í Staðarskála á heimleið.
-Auka peningur fyrir mat á milli mála.
Ef það verður eitthvað afgangs þá gerum við eitthvað skemmtilegt saman eftir mótið.
Mikilvægt að taka með sér nesti á leiðinni norður.
Hlutir sem þarf að taka með:
-Handboltadót (skór,treyju,stuttbuxur,sokka og teyjur í hár).
-Sunddót.
-Vindsæng.
-Svefnpoka/sæng.
-Kodda.
-Auka föt (muna hlý föt)
-Skvísuföt fyrir kvöldvökuna ;)
Símar, iPodar, iPad og fleiri leikir og tæki eru leyfð en það er engin ábyrgð tekin á þeim. Jammi verður hinsvegar alltaf með bakpoka á sér þar sem þið getið geymt dót ef þið viljið.
Rosalega er þetta spennó!!
Sjáumst hressar og kátar :)
Kv.Monika og Jammi
Sunna Dís ætlar með
ReplyDeleteÍsabella Eir fer með norður
ReplyDeleteEmbla Dögg ætlar með
ReplyDeleteHrafnhildur Vala mætir
ReplyDeleteFanney Helga fer norður
ReplyDeleteAníta Rut ætlar með norður. Kv. Silja
ReplyDeleteKatla Örk ætlar að koma með.
ReplyDeleteDóróthea ætlar með..
ReplyDelete