Hæhæ,
ég verð að segja að æfing í dag var pottþétt okkar besta æfing á þessu timabíli.Frábær mæting og það sem mér fannst best var að allar stelpur voru að leggja sig fram og virkilega reyna á sig.Og ja,allar brosandi.Auðvitað er einhver alltaf að meiða sig á æfingum,og ég skil ef þið eruð þreyttar og þurfið að hvíla ykkur.En eins og ég sagði oft,ef þið spilið á fullu,bæði í vörn og sókn,þá meiðist enginn.Ég lofa því.Meiðsli gerast ef önnur stelpa er á fullu og hinn á móti henni er eitthvað slorandi og horfandi uppí stúku...eða auðvitað getur það gerst að þið fáið óvart olnboga eða eitthvað í andlitið.En þetta er bara hluti af leiknum sem við öll elskum er ekki?
Þannig að við höldum áfram á sömu braut og ég er viss að okkur á eftir að ganga miklu betur á næstu mótum...
Já,eitt enn.Gaman að sjá hvað foreldrafélag kemur sterkt inn.Takk fyrir að stuðning og ykkar dýrmætan tíma.Þið eruð frábær...
Kv.Jammi
No comments:
Post a Comment