Thursday, September 29, 2011

Hverjar fara til Akureyrar?

Sæl öll sömul,

Við þurfum að vita sem fyrst hverjir ætla með í ferðina til Akureyrar endilega skrifið í kommentin hérna fyrir neðan hverjar mæta. Foreldrar hjá 6fl karla yngri var boðið að kaupa sæti í rútunni svo við bjóðum upp á það líka.

Okkur hefur borist eftirfarandi tilboð í rútuferðina.

40 – 50 sæti = 220.000,- kr.
51 – 58 sæti = 245.000,- kr.
59 – 70 sæti = 275.000,- kr.
Þetta miðast við akstur frá Reykjavík til Akureyrar 7.okt - 9. okt

Þess má geta að allir bílarnir eru að sjálfsögðu búnir tveggja punkta öryggisbeltum og DVD spilara.


Bestu kveðjur,
Foreldraráðið

9 comments: