Sæl öll sömul,
Ásta og Heiða fararstjórar hrósa stelpunum okkar í hástert, þær eru prúðar og stilltar og haga sér vel. Þær voru komnar snemma í háttinn í gær á meðan heyrðist vel í öðrum liðum á ganginum.
Nú koma smá fréttir af deginum hjá stelpunum.
ÍR 2 byrjaði sinn leik í dag klukkan 14:30 á móti Fylki 2, þær töpuðu með 3 mörkum.
Það var mikið action í gangi og var ekkert gefið eftir fram á síðustu sekúndu.
Seinni leikur dagsins hjá þeim var á móti Gróttu 3 og höfðu okkar stelpur betur og var ákaft fagnað í lok leiks og komu ÍR 1 með í sigurhringinn og sást vel hvað þær styðja hvor aðra og eru ein heild.
ÍR 1 byrjuðu á móti Viking klukkan 15:00 í dag. Voru mæðurnar á bekknum hálf órólegar þegar þær sáu liðið hjá Viking en þær voru hausnum hærri en okkar stelpur, en ÍR-ingar gáfu ekkert eftir en þurftu að lúta í lægra haldi.
Seinni leikurinn var á móti KA-Þór og var sá leikur mun jafnari en sá fyrri hjá stelpunum en þar töpuðu stelpurnar okkar með einu marki en skotin á markið voru ansi mörk en rötuðu þau í stöngina hvað eftir annað.
Eftir síðasta leik var farið í sund til að skola af sér eftir leiki dagsins.
Kvöldvakan hefst eftir hálftíma og fá stelpurnar smá gotterí með skemmtiatriðunum.
Er að reyna að koma myndum dagsins inn, kemur í ljós ef tæknin vill vinna með mér.
kveðja, Geirlaug
P.S. Er að senda ykkur nokkrar myndir í pósti....tæknin er að stríða mér.
Baráttukveðjur, gangi ykkur vel leikjunum á morgun
ReplyDeleteKveðja Pétur
Hæ Geirlaug, ef þú getur ekki sett myndirnar beint inn á myndasíðuna (leiðbeiningar hægra megin á síðunni) þá get ég aðstoðað ef þú vilt, sendu myndirnar til irhandboltinn@gmail.com merkt flokk og árgang.
ReplyDeleteKveðja Heimir Gylfa. Áfram ÍR.