Tuesday, October 4, 2011

"UPDATE" FYRIR AKUREYRI

Sæl öll sömul,

Smá update fyrir föstudaginn!

Það verður mæting niðri í ÍR klukkan 10 á föstudagsmorguninn. Það er enginn leikur þann daginn en setning mótsins er klukkan 17:00 sem liðin mæta í. Liðið mun gista í Lundaskóla og keppa í KA-heimilinu.


Ég ræddi við foreldraráð strákana áðan og var það samþykkt að krakkarnir myndu fá smá nammi á laugarsdagskvöldið sem yrði keypt á Akureyri og skipt niður í poka fyrir krakkana. Einn pabbinn hjá strákunum ætlar að skaffa gos fyrir þau öll, þannig að allir ÍR-ingar fá eins. Þetta er gert í samráði við þjálfarana.

Það var rætt um að stelpurnar kæmu hver með 3-4 ávexti með sér til Akureyrar til að setja í sameiginlegt púkk, 2 samlokur með skinku og osti til að hita í samlokugrilli, (það voru einhverjar mömmur með kælibox og einhverjar gista í íbúðum eða sumarhúsum þar sem eru ísskápar eru til að geyma samlokurnar í.) Er einhver sem getur komið með samlokugrill með sér?? Veit að strákarnir verða með tvö grill.

Eru einhverjir sem geta bakað múffur, pízzusnúða eða eitthvað gott  fyrir stelpurnar til að borða á milli leikja og yfir daginn. Endilega setjið þá comment á bloggið þá sjáum við hverjir koma með hvað. Ef það eru vandræði með commentin, sendið mér þá póst og ég birti það á blogginu ;D

Matseðillinn er mjög flottur á Akureyri og fá þær t.d. lasagna á föstudagskvöldinu.

Eitt annað sem er mjög mikilvægt að komi fram, Helena Ýr í liðinu er með bráðaofnæmi fyrir öllum tegundum af hnetum og möndlum og ætla ég að biðla til foreldra að passa upp á það að engar hnetur séu með í för. Fararstjóri og ég verðum með adrenalínsprautur til öryggis.

Fyrir hönd foreldraráðs,
Geirlaug
p.s. ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hringja í mig og ég mun svara eftir bestu getu.

No comments:

Post a Comment