Wednesday, October 5, 2011

Upplýsingar fyrir Akureyrarmót

Nú eru bara tveir dagar í mót og spennan magnast 
Upplýsingar fyrir ferð:
1.    Ferðir
Mæting er í ÍR heimilið á föstudaginn kl:10:00 og verður brottför kl: 10:30. Við munum deila rútu með 6 flokki ÍR karla og 6 flokki KR karla.
Setning mótsins er kl: 17:00 á Akureyri og er ætlunin að vera komin um 16:00 norður.
2.    Matur
Allur matur er innifalinn í gjaldinu og eiga börnin ekki að hafa pening með sér.  Þau fá heitan mat í skólanum, samlokur, ávexti, grænmeti og fl. milli máltíða og glaðning á kvöldvöku.
 Stoppað verður í Staðarskála og keyptir hamborgarar bæði á leið norður og heim.

Ef stelpurnar ætla að taka með sér síma, Ipod eða leikjatölvur geta hvorki fararstjórar né félagið borið ábyrgð á þeim.
Foreldraráð vill ítreka að stelpurnar eiga ekki að koma með vasapening með sér, né sælgæti allir eiga að fá nóg í ferðinni og viljum við að það sama gangi yfir alla.
3.    Gott að vita
Foreldrar verða upplýstir hver sé farastjóri hvers liðs fyrir sig ásamt símanúmerum og öðrum upplýsingum sem við eiga.
4.    Kostnaður
Kostnaður vegna ferðarinnar er 19.700 kr. á stelpu  og 12.500 (án rútu) og þarf að greiða það inn á reikning nr: Banki 0319 -26-50200 kt: 181075-4149 í dag 05.10. Við þurfum að greiða mótsgjaldið til KA í kvöld og fyrir rútuna.
5.    Sérþarfir
Mikilvægt er að fararstjórar fá upplýsingar um hugsanlegar sérþarfir keppenda svo sem óþol, ofnæmi, lyf sem einstaklingar þurfa að taka reglubundið.
6.    Fararstjórar í ferðinni verða
a)    Ásta (mamma Vallýar) s: 8229994
b) Heiða (mamma Jónu Guðbjargar)s: 8617078
Gaman væri síðan að foreldrar mættu í einhverju merktu ÍR ef það er til.
Bestu kveðjur,
Foreldraráð...

No comments:

Post a Comment