Monday, March 11, 2013

Húsavíkur mót

Hæ,
  það vantar pistil frá foreldrafundi fimmtudaginn siðasta eins og lofað var og hér kemur hann.
Ákveðið var að það verða 3 lið sem fara norður,sömu lið sem keptu á siðasta móti.Liðin 1 og 2 eldra ár og lið 3 yngra ár.Það voru reyndar ekki ekki allir foreldrar yngra árs á fundi en meirihluti samt þannig að ákvorðun var tekin.
   Planið er ennþá í mótun.Það eru nokkrir möguleikar í sambandi við ferðalagið sjálft.Ein stór rúta,tvær minni rútur og ein minni rúta plús nokkrir bílar.Til að geta ákveðið þurfum við að hafa skrá yfir allar stelpur sem fara norður,og lika alla foreldra.Þá vitum við nákvæmlega tölu og fjölda bíla sem fara norður hvort sem er.Fyrst ég veit að það var eitthvað vesen með að kommenta hér á siðuna,sendið mér mail á zvjezdan.jovisic@gmail.com og ég kem þessu til fararstjóra svo hægt sé að klára málið.
   Semsagt,staðfestingu með nafni og hvort foreldrar fara á einkabilnum með og hvort plás er í bilnum.Ódyrast væri ef við getum bjargað okkur með litla rútu(14 manna)og rest með einkabílum.Þá myndi ferðin kosta um 20.000 kr. og í því væri innifalið gisting og matur á Húsavík,bílaleigubílinn og eldsneyti,nammi fyrir kvöldvökuna og borgari í Staðarskála á heimleið.Annars er dýrara með tvem litlum rútum og dýrast er að taka stóra rútu,því ÍR er með samning við bílaleigu Akureyrar og við fáum gott verð fyrir litlu rútuna en þeir eru ekki með stæri gerð en 17 manna.Stóru rútuna fáum við ekki nema með bilstjóra,sem er miklu dýrara.
   Til að ausa ekki of margar upplysingar yfir ykkur foreldra ætla ég ekki að skrífa neitt meira.Ákveðum fjölda fyrst,tökum ákvörðun um fararkost og siðan kemur pistill um ferðina sjálfa...
sendið mér mail...það er þessi víka sem þið hafið til þess...
kv.jammi

1 comment:

  1. Við förum á bíl og það er pláss fyrir 2 ef vantar :)
    Kveðja Kristín (Anna Bríet)

    ReplyDelete