Eins og allir vita er siðasta mótið okkar núna næstu helgi. Og það er lika siðasta mótið mitt með ykkur og siðasta mótið ykkar sem yngra ár. En mig langar að útskýra nokkuð og laga misskilningar sem eru í gangi. Ég hef oft sagt ykkur að það er ekki verðlaun að vera í liði1 og ekki refsing að vera í liði2. Af hverju? Vegna þess að bæði lið eru í fyrstu deild og það var verkefni okkar þjálfara að koma báðum liðum þangað. Við erum lika eina lið á Íslandi sem hefur náð því og í mínum huga erum við besta liðið.
Sama hver fær medalíur erum við best hvað mig varðar og ykkur á að finnast það sama.
Þið hafið sjálfar reiknað það út að lið1 getur verið íslandsmeistari. Já það er rétt en það verður ekki sagt lið1 er íslandsmeistari heldur ÍR eru íslandsmeistarar. Og ef það gerist þá fá allar stelpur sem vōru í liði1 einhvern tima medalíu. Er það sanngjarnt? Já,þetta er eina rétta leiðin.
Þegar við blōndum ykkur saman,ykkur sem hafið æft í nokkur ár og ykkur sem eruð "nyjar" hefur það tilgang. Við gerum það svo þið "nyjar"getið lært og þið " gamlar" getið kennt. Það kennir ykkur ōllum eitthvað. "Nyjar"stelpur læra að verða betri og "gōmlu" stelpur muna að þær hafa ekki alltaf verið svona góðar. Þess vegna blōndum við lika eldra og yngra ár saman stundum. Þetta er gott fyrir ykkur allar. Ég man eftir æfingu á fōstudegi í Austurbergi þegar Elín Rósa var ein úr eldra ári í liði með ykkur "nyjum" stelpum. Ekki fór hún í fýlu og ekki hélt hún að hún var ekki nógu góð allt í einu. Þess í stað fór hún að leiðbeina og hjálpa og ykkur gekk bara nokkuð vel. Þetta eru leiðtoga hæfleikar og ég held að þið eigið að fara eftir þessu. Að vera í liði þýðir að gera það sem þarf fyrir liðið sitt,ekki að fá eitthvað fyrir sjálfa sig út úr liðinu. Því fyrr sem þið fattið það því betri hanboltastelpur verðið þið.
Og eitt en. Lið1 getur verið meistari bara af því að lið2 vann Aftureldingu á siðasta móti. Þetta var fyrsti leikur sem Afturelding tapaði og þar sem þær eru ekki með fullt hús stiga getum við náð þeim.Sem þýðir að það er ykkur ōllum að þakka ef við verðum meistarar og það er einmitt það sem við þjálfarar erum að gera.
Þið verðið lika að fatta að þið eruð að verða eldri og betri í handbolta og að þetta er ekki lengur bara leikur þar sem vinkonur leika sér saman. Þið eruð partur af sterku og góðu liði og hlutverk ykkar er að gera það sem best er fyrir lið. Á næsta ári þegar þið eruð eldra ár verða ennþá fleiri breytingar. Við erum að undirbúa ykkur fyrir það eins og við vōrum að undirbúa eldri stelpur fyrir stōkk upp í fimmta flokk.
Við erum að gera okkar besta og ég vona að þið skíljið mig núna.
Liðin verða því eins og siðast og þið fáið allar medalíu ef við vinnum. Er það ekki nóg gott?
Einbeitum okkur að handbolta og hættum dramadrottninga stælum því það er eina leið að ná árangri...
Leikjaplanið er á hsi.is og samkvæmt því eru allir leikir á fōstudaginn. Fyrsti leikur er kl.16:00 sem þýðir mæting 15:30 fyrir allar. Þið munið hver er í hvaða liði er ekki?
Það er 1.maí á morgun og engin æfing,það er heldur ekki æfing á fōstudaginn þar sem við erum að spila og það eru úrslitaleikir í Austurbergi þannig að æfing fellur niður fyrir eldra ár lika.
Kv. Jammi
Vel skrifað Jammi. Það er líka okkar foreldrana að útskýra fyrir þeim að við erum með EITT lið sem skiptist í tvo hópa þegar inn á völlin er komið. Það er sem betur fer þannig. Ég viljum við eitt lið með 8-9 skiptimönnum??? Þær eiga allar að gleðjast og hvetja hver aðra sem EITT lið.
ReplyDelete