Thursday, April 11, 2013

Mótið um helgina - Það er nokkuð ljóst að ef foreldrar í þessum flokk manna ekki stöður ritara og tímarða fer enginn leikur fram !

Við höfum haldið mörg mót og yfirleitt hefur gengið mjög vel að fá foreldra viðkomandi flokks til að vinna á þeim mótum.    Núna eru hinsvegar 2 dagar í mót hjá 6.fl. kv Y í Austurbergi og það vantar enn töluvert upp á að það sé full mannað í stöður tímavarða og ritara sem foreldrar í viðkomandi flokk eiga að sjá um.  (þ.e. í þessu tilviki foreldrar 6.fl. yngra árs) 

Það gerist ekkert af sjálfu sér,   þetta er allt í sjálfboðavinnu,   ekkert fólk í aðstoð jafngildir því að ekkert mót verður haldið og það getur ekki verið að það séu skilaboðin sem við sendum út.  Við hjá Barna- og unglingaráði erum einnig að manna dómgæslu fyrir þetta mót ásamt því að dæma sjálf marga leiki, og hjá okkur dómurum er búið að manna flestar stöður.   

Það er samt nokkuð ljóst að ef ritara og tímaverði vantar fer enginn leikur fram ! 


Það er rétt að árétta það enn og aftur að þetta mót er fyrir stelpurnar á yngra ári í 6.flokk og því er það í höndum foreldra þeirra að manna þessar stöður og við trúum ekk að við þurfum að spyrja foreldra úr öðrum flokkum eða að kalla til fólk úr heimaleikjaráði ÍR sem stendur vaktina fyrir meistaraflokk að koma að þessu máli og manna þetta mót fyrir ykkar stelpur !!

Vinsamlegast skráið ykkur á amk. 4. leiki í röð í skjalinu fyrir föstudag.

https://docs.google.com/spreadsheet/ccc?key=0ArXy0rqrXH8ZdDdlTUFqTGVQM1lVMkptNy1hYlJBOEE#gid=0


Foreldrar og BOGUR á móti í Austurbergi.
Hússtjórn , Ritari og tímavörður

Foreldrar að störfum á móti í Austurbergi.

2 comments:

  1. KOMA SVO allir sem eiga eftir að skrá sig. Þetta er létt og skemmtilegt verkefni og ef allir taka þátt er þetta ennþá minna mál. Ég trúi ekki að við getum ekki mannað eitt mót.
    Drífa sig í þessu einn, tveir og þrír :-)

    Halldóra

    ReplyDelete
  2. Frekar dapurleg þátttaka foreldra á þessu móti, frekar sorglegt að áhuginn sé ekki meiri

    ReplyDelete