Tuesday, September 27, 2011

Foreldrafundur 27.9.11 samantekt.

Á foreldrafundinn voru mættir um þ.b. 20 foreldrar, Jammi þjálfari og frá barna- og unglingaráði (BOGUR) voru mættir Hilmar og Heimir.

Jammi þjálfari fór aðeins yfir vetrarstarfið og ræddi keppnisferð yngra árs (árg.2001) sem verður farinn til Akureyrar 7.-9. október, ákveðið var að hafa samband við foreldraráð 6. fl. ka yngri vegna sameiginlegra ferða. Hilmar og Heimir komu frá barna- og unglingaráði (BOGUR) og kynntu strafsemi þess, Heimir er jafnframt tengiliður BOGUR við 6. fl. kv.
Fjögur gáfu kost á sér og voru valin í foreldraráð og tvær sem fararstjórar í Akureyrarferðina. Það má gjarnan bæta við fólki í foreldraráð ef vilji er fyrir því. Einnig mega fleiri fara sem fararstjórar en þeir greiða hver fyrir sig hugasanlegan kostnað. Í heildarkostnaði ferðarinnar er gert ráð fyrir gistingu, ferðum og uppihaldi tveggja þjálfara og tveggja fararstjóra.
Fararstjórar.
G. Ásta Lárusdóttir (Vallý) S: 8229994
Ragnheiður Bertelsen (Heiða) S: 8617078
Foreldraráð.
Geirlaug Dröfn Oddsdóttir (yngra ár) - Ritari/Mynda/Vefstjóri
Guðmunda Ósk Þórhallsdóttir (yngra ár)
Jóhann Guðjónsson (eldra ár)
Qussay Odeh (eldra ár)

Fyrir þá sem ekki komust á fundinn þá var þessum skjölum dreift á fundinum.


Kveðja Jammi og Heimir.
p.s. ritari flokksins, Geirlaug bætir kannski einhverju við hér!

No comments:

Post a Comment