Það er komið að þessu loksins.
Svona gerum við það.
Leggjum af stað kl.10 frá ÍR heimili. Ég verð þar á stóra bílnum en þið sem farið á einkabílunum þurfið ekki að koma þangað. Væri samt gott að vita hver fer með hverjum til að halda tōluni. Ég reikna með 8 stelpum í einkabílum og restinn með mér. Endilega sendið mér sms eða komment hér þið sem farið norður um hver fer með ykkur. Monika og Solla komast ekki með,þær eru að keppa í eyjum á laugardaginn. Það þýðir að okkur vantar einn fararstjóra í rútuni. Væri betra finnst mér. Fyrstir koma fyrstir fá.
Leikjaplanið er ekki komið ennþá en oftast er einn leikur á fōstudegi tveir á laugardegi og einn á sunnudegi fyrir hádegi. Eftir það er hádegismatur og svo pakkað saman og lagt af stað um kl.2.
Komum heim um kl.8 á sunnudagskvōldi.
Ferðin kostar 20.000 og eins og alltaf borga allar stelpur eins. Þið sem farið norður geymið pening og þið sem eruð með mér komið með pening með ykkur og fararstjóri tekur við þeim.
Það sem innifalið er er matur og gisting,rútan og eldsneyti nammi peningur fyrir kvōldvōkuna og staðarskáli á leiðini heim. Þið þurfið að koma með nesti á leiðini norður svo við tōpum ekki tíma þar. Svo er lika gott ef allar koma með 2-3 ávexti sem við geymum saman. Heimabakstur er lika mjōg vinsæll,það er gott að hafa eitthvað til að narta milli máltiða. Ef einhver getur reddað brauði,áleggi,osti,djúsi eða hverju sem er væri gott,annars getum við alltaf keypt eitthvað ef okkur finnst það þurfi.
Eins og alltaf verður afgangur af peningum og við gerum eitthvað sníðugt eftir mót hjá yngra ári. Mér datt í hug að gista í Undirheimum,sund,pizza og leikir í salnum,með foreldra og systkini en allar ábendingar eru vel þegnar.
Það verður rætt á foreldrafundi á laugardagskvōldi...á Gamla Bauknum...
Það sem þarf að koma með:
Keppnisdót(búningur,treyja,skór)
Sunddót
Vindsæng(frekar en dýna,tekur minna plás)
Koddi og sæng/svefnpoki
Hár/snyrtidót
Skvísu galli(fyrir kvōldvōku á laugardagskvōldi)
Símar,ipodar og tōlvuleikir eru leyfðir(geymast í bakpokanum mínum þegar við erum ekki í skólanum)
Fleira sem ykkur dettur í hug(spíl,leikir,maskari,hælaskór :-))
Ef ég er að gleyma einhverju endilega látið mig vita annars sjáumst við á fōstudaginn.
Kv. Jammi
Er ekki of seint að leggja af stað kl. 10, ef fyrsti leikur er 16:00? Þetta eru tæpir 500 kílómetrar. Væri ekki ráð að leggja af stað kl. 8.30?
ReplyDelete